Stefnumörkun 2004-2024

 

Í stefnumörkun þjóðgarðsins á Þingvöllum 2004-2024 er framtíðarsýn þjóðgarðsins sett fram á grundvelli þeirra náttúru- og menningarverðmæta sem svæðið býr yfir. Stefnumörkunin byggir á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum sem samþykkt voru á Alþingi 28. maí 2004 en þar koma tilgangur og hlutverk þjóðgarðsins fram. Með stefnunni er settur rammi utan um starfsemi þjóðgarðsins til langs tíma.

i gja.jpg

Stefnan er lykill að árangri í starfi þjóðgarðsins og segir til um að hvaða markmiðum skuli stefnt. Þar koma fram nauðsynlegar forsendur sem síðan eru útfærðar í skipulagi, rekstri, fræðslu og landvörslu.

Markmið stefnumörkunarinnar taka á tengslum verndunar og notkunar einstakra svæða innan garðsins og þeim áhrifum sem samspil mismunandi þátta kalla fram. Þá er ekki horft til umhverfisins eingöngu heldur gert ráð fyrir þeim mikilvæga þætti sem gestir þjóðgarðsins gegna.

Samráð við hagsmunaaðila var afar mikilvægur þáttur í stefnumótunarvinnunni, lögð var áhersla á að heyra sjónarmið sem flestra þeirra sem áhuga hafa á málefnum þjóðgarðsins eða nýta hann á einhvern hátt. Hvort sem um beina hlutlæga hagsmuni er að ræða eða huglæga. Sumarið 2003 var framkvæmd spurningakönnun meðal gesta þjóðgarðsins og niðurstöður hennar m.a. nýttar við vinnuna. Þá voru haldnir fundir með fjölmörgum aðilum og þeim gefin kostur á að koma málefnum sínum að hvað varðar þjóðgarðinn. Samhliða stefnumörkuninni hefur verið unnin framkvæmdaáætlun til 5 ára, þar sem settar eru niður leiðir að þeim markmiðum sem sett hafa verið og verkefnum forgangsraðað.

Hér má sækja stefnumörkun Þingvallanefndar á pdf sniði.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.