Fornleifaskráning í þjóðgarðinum á Þingvöllum

 


Fornleifaskráningin hófst vorið 2010 á því að haft var samband við Fornleifavernd ríkisins og hefur hún veitt verkefninu liðsinni og faglega aðstoðstarfsmanna stofnunarinnarVerkið er unnið undir stjórn Margrétar H. Hallmundsdóttur fornleifafræðings og Einars Á.E.Sæmundsen fræðslufulltrúa þjóðgarðsins.

Margret_vid_skraningu.jpgMikið er af fornminjum innan marka þjóðgarðsins en aldrei hefur verið gerð heildstæð fornleifaskráning í þjóðgarðinum sem nær yfir 230 km² lands með fjölbreyttu landslagi og landnotkun. Vitneskja um staðsetningu og umfang minja í þjóðgarðinum er mjög mikilvæg til að hægt sé að taka tillit til og vernda þær fornminjar sem eru á svæðinu.

Markmið rannsóknarinnar er að skrá allar fornleifar í þjóðgarðinum með nákvæmri staðsetningartækni og nýta til þess fullkomin fjarkönnunargögn sem þjóðgarðurinn hefur komið upp á síðustu 5 árum. Minjar eru skráðar í gagnagrunn landupplýsingakerfis þjóðgarðsins á Þingvöllum en við vettvangsskráningu verða þær mældar nákvæmlega inn. Heildstæð fornleifaskráning verður grunnur að áætlun um verndun fornminja og miðlun upplýsinga um þær fyrir ferðamenn. Ítarleg hnitsett örnefnaskrá hefur verið unnin með um 800 örnefnum sem nýtist vel við að skoða og finna fornleifar.

snorrabud.jpgÁkveðið var að hefja skráningu 2010 á þeim býlum sem staðsett eru innan þjóðgarðsins í 
þessum fyrsta áfanga og voru eyðibýlin Skógarkot, Hrauntún og Vatnskot skráð.Einnig var allt svæðið fyrir neðan þjóðveg með norðurströndu Þingvallavatns skráð.

Sumarið 2011 var unnið að skráningu innan þingstaðarins forna og gögnum safnað og sumarið 2012 var unnið að skráningu í tvo mánuði á á jöðrum þingstaðarins forna en einnig var svæðið milli Hrafnabjarga og Ármannsfells norðar í þjóðgarðinum skoðað.

 

Hér má finna stutta framvinduskýrslu verksins en síðar er stefnt að því að gögn verði gerð aðgengileg á opnum kortavefsjá á netinu.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.