Þjónustumiðstöð

 

Þjónustumiðstöð Þjóðgarðsins er á Leirum.  Í miðstöðinni geta ferðalangar nálgast allar almennar upplýsingar um tjaldsvæði og veiðistaði innan þjóðgarðsins en einnig er tekið við gistigjöldum og greiðslu fyrir veiðileyfi og köfun.

thjonustumidstod.JPG

Einnig er hægt að fá upplýsingar um færð og ástand vega, þjónustu í nágrenninu og helstu ferðamannastaði.

Í þjónustumiðstöðinni er kaffi- og veitingaaðstaða ásamt lítilli ferðamannaverslun.


Opnunartími Þjónustumiðstöðvar:

Júní - ágúst: 09:00- 22.00.

September - maí: 09:00 - 18:00.

Sími í þjónustumiðstöð: 482 2660

Fax: 482 3635

Netfang: thingvellir@thingvellir.is

Póstfang:

Þjónustumiðstöðin

Þingvöllum 801 Selfoss

Iceland

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.