GEstastofa

 

fraedslumidstod.jpgGestastofan er rétt við útsýnisskífuna á Hakinu, þar sem gengið er niður í Almannagjá.

Í gestastofunni er hægt að fá upplýsingar um þjóðgarðinn og helstu leiðir um hann.  Einnig er þar minjagripaverslun og hægt að kynnast sögu og náttúru Þingvalla með margmiðlun.

Verið er að vinna að opnun nýrrar gestastofu ásamt nýrri sýningu. Í henni er sögu og náttúru staðarins miðlað á margbreytilegan hátt. Áætluð opnun er í sumar.

Við bílastæði hjá gestastofu eru salerni. Þau eru opin frá 09:00-18:00 alla daga. Hægt er að óska eftir séropnun fyrir stóra hópa á salernum með því að senda tölvupóst á thingvellir@thingvellir.is.

Gestastofan er opin sem hér segir:
Maí-ágúst: 09:00-18:30.

Síminn í gestastofu er 482-3613.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.