GEstastofa

 

fraedslumidstod.jpgGestastofan er rétt við útsýnisskífuna á Hakinu, þar sem gengið er niður í Almannagjá.

Í gestastofunni er hægt að fá upplýsingar um þjóðgarðinn og helstu leiðir um hann.  Einnig er þar minjagripaverslun og hægt að kynnast sögu og náttúru Þingvalla með margmiðlun.

Sýningin í gestastofunni byggir nær eingöngu á margmiðlun og er afar aðgengileg fyrir gesti. Sögu og náttúru Þingvallasvæðsins er gerð góð skil á sjónvarpsskjám, þar sem brugðið er upp fjölbreyttu og forvitnilegu myndefni. Gestir sýningarinnar geta valið um þulartexta/skjátexta á fimm tungumálum (íslensku, dönsku, ensku, þýsku og frönsku).  Hægt er að sýna margmiðlunarefnið á stærri skjá fyrir hópa.

Við bílastæði hjá Gestastofu eru salerni. Þar er aðgangseyrir kr. 200.
Þau eru opin frá 09:00-18:00 alla daga. Hægt er að óska eftir séropnun fyrir stóra hópa á salernum með því að senda tölvupóst á thingvellir@thingvellir.is.

Gestastofan er opin sem hér segir:
Maí-ágúst: 09:00-19:00.
September-apríl: 09:00-18:30.


Aðgangur að sýningunni ókeypis. Síminn í gestastofu er 482-3613.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.