Urriði

 

Urriðinn í Þingvallavatni hefur lengi verið meðal umtöluðustu vatnafiska á Íslandi, og þó víðar væri leitað en hann á ættir sínar að rekja til vatna á Bretlandseyjum. mynd 60 copy.jpg

Frægð urriðans byggist fyrst og fremst af því hve mikilli stærð hann getur náð og hve mikið var af honum. Eftir að urriðinn lokaðist inni í Þingvallavatni í kjölfar seinustu ísaldar fann urriðinn góðar aðstæður til búsetu og greindist í marga stofna víðsvegar um vatnið.

Þekktasti stofninn tengdist Efra-Sogi sem var hið náttúrulega útfall Þingvallavatns til suðurs og annar þekktur stofn hefur hrygningarstöðvar í Öxará. Helstu ástæður þess að Efra-Sog fóstraði stærsta urriðastofn vatnsins voru mikill straumur og ármöl sem mynduðu góð skilyrði fyrir hrygningu urriðans og uppvöxt bitmýs sem
urriðinn nærðist á.

simon_med_fiskinn.jpg

Urriðinn getur náð ótrúlegri stærð sem áður fyrr dró að veiðimenn víðsvegar frá en veiðibækur sýna að ekki var óalgengt að fá milli 20-30 punda urriða. Þegar Steingrímsstöð var reist árið 1959 við suðurenda Þingvallavatns eyðilögðust stærstu hrygningarstöðvar urriðans með þeim afleiðingum að stærsti urriðastofninn í vatninu hefur ekki borið sitt barr síðan.

Á undanförnum árum hafa lífshættir urriðans verið rannsakaðir ítarlega til að kynnast megi þessum risa vatnsins betur. Við þessar rannsóknir hafa sést allt að 20 punda urriðar við hrygningu í Öxará.

 

 

 

 

 

Nánar má kynnast rannsóknum á urriðanum í Kastljós innslagi frá RÚV.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.