Bleikja

 

Þingvallavatn er eina þekkta vatnið í heimi þar sem fjögur afbrigði bleikju finnast. Bleikjan í Þingvallavatni er gott dæmi um hvernig tegundir þróast og laga sig að umhverfi sínu þar sem þessar fjögur afbrigði hafa þróast úr einni tegund á einungis 10000 árum. Bleikjan hefur lagað sig að tveimur megin búsvæðum vatnsins, vatnsbolnum og botni vatnsins. mynd62 bleikjur copy.jpg

Aðstæður á þessum búsvæðum eru ólíkar og því hefur bleikjan þróast á mismunandi hátt. Í vatnsbolnum er fæða bleikjunnar á talsverðri hreyfingu og fiskar hafa lítið skjól fyrir ránfiskum. Bleikjan sem hefur þróast við þessar aðstæður í vatnsbolnum er straumlínulaga og jafnmynnt.

Sílableikjan verður allt að 40 cm að lengd en murtan er mun minni, oftast um 20 cm að lengd. Vatnsbotninn er megin búsvæði kuðungableikjunnar og dvergbleikjunnar. Þar er nóg fæða og fylgsni gegn ránfiskum. Bæði afbrigðin eru undirmynnt sem auðveldar þeim að taka fæðu af botninum. Kuðungableikjan verður allt að 50 sentimetrar að lengd en dvergbleikjan stendur undir nafni þar sem hún er oftast um 10-13 sentimetrar. Dvergbleikjuna má oft sjá í Flosagjá þar sem hún skýst undan peningum sem ferðamenn henda í gjánna.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.