Klókar konur á söguöld

 

Næstkomandi fimmtudagskvöld, þann 12. júlí segir Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur frá eftirminnilegum kvenskörungum til forna og aðferðum þeirra til að hafa áhrif í karlaveldi sögualdarinnar sem endurspeglaðist m.a. í því að karlar voru einir kvaddir til þings og voru vitnisbærir frá tólf ára aldri en konur aldrei.

Meðal kvenna sem Vilborg rifjar upp sögur af eru Auður djúpúðga, Guðrún Ósvífursdóttir, Bróka-Auður, Þuríður Ólafsdóttir ,,pá" og kvenhetjur eddukvæða eins og ekkja Sigurðar Fáfnisbana, Guðrún Gjúkadóttir og ljósmóðirin Oddrún Atlasystir.

Gangan hefst klukkan 20:00 frá gestastofunni við Hakið.

fimmtudagskv

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.