Vegalokun meðfram vatni

 

Vegna uppsetningar vegriðs við Vallaveg (361) á Þingvöllum verður veginum lokað að degi til miðvikudag, fimmtudag og föstudag í þessari viku (11, 12 og 13.07.2018).

Vallavegi (361) verður lokað fyrir allri umferð í suðurenda vegarins frá Silfru að Þingvallavegi (36).

Hópbifreiðar munu áfram geta ekið frá þjónustumiðstöð að bílastæði á Valhallarreit (P5) og ökumenn lítilla bíla munu komast að veiðistöðum við vatnið.

Ökumenn eru beðnir að virða merkingar við lokanirnar.

Nánari upplýsingar veitir Vegagerðin.

Vegalokun meðfram vatni

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.