Tilkynning vegna umferðarstjórnunar í tengslum við hátíðarfund Alþingis 18.júlí á Þingvöllum

 

Kort í tengslum við umferðarstýringu má nálgast hér.

Þann 18.júlí verður vegi inn að gestastofu að Haki og bílastæði þar, P1, lokað frá 08.00-18.00 fyrir almennri umferð.  Lokunin verður út við þjóðveg 36.
Gönguleiðin frá Haki niður að Lögbergi við Hamraskarð verður lokuð frá 08.00-16:15.

Milli 12.00-18.00 verður einstefna frá gatnamótum við þjónustumiðstöð til suðurs með Vallavegi 361 meðfram vatni að Arnarfelli.
Vegur 362 að bílastæðum P2 við Kastala og Öxarárfoss verður með tvístefnu en bílum gert að beygja til suðurs með vatni á gatnamótum við Vallaveg 361.

Vegur inn að Valhallarreit verður lokaður fyrir akandi umferð innan við Silfru þar sem verður stjórnstöð fyrir lögreglu og björgunarsveitir.

Bílastæði:

Rútur:
• Við Langastíg, P3, norðan við Öxará fyrir ofan Almannagjá.
• Í Vallarkróki.
• Við Furulund.
• Við P2 neðan við Öxarárfoss.
• Við P2 hjá Kastölum.
• Á bílastæðum við tjaldstæði á Syðri Leirum sunnan við þjónustumiðstöðina.

Einkabílar:
Einkabílar leggja á grasflötum neðan við Öxarárfoss og við Furulund. Ef nauðsyn krefur verður einkabílum beint inn á tjaldsvæði við Syðri Leirar sunnan við þjónustumiðstöðina.
Gönguleið er um Fögrubrekku frá tjaldsvæðum við Syðri Leirar.
Einnig verða rútuferðir á milli tjaldstæða og bílastæði við Kastala P2.

Gönguleiðir í þinghelgi:

Aðgengi verður að Lögbergi og inn í Almannagjá að norðan um göngustíg frá P2 við Kastala í átt að Drekkingarhyl og áfram að Lögbergi.
Aðgengi verður að Lögbergi um pallinn og að brekkunni fyrir neðan.
Gönguleið um heimreið að Þingvallabæ frá P2 við Kastala verður opin. Hægt verður að ganga að kirkju og að stígum austan við Öxará.

Lokuð svæði verða frá Valhallarreit norður að Lögbergi vestan Öxarár og upp að neðri barmi Almannagjár.
Lokað verður fyrir göngustíginn og brýrnar yfir Öxará frá 08:00-24:00 hátíðardaginn.

Einnig má búast við töfum og lokunum á þeim stíg meðan á undirbúningi stendur viku fyrir hátíðarfundinn og í tvo daga eftir fundinn.Lögregla stýrir umferð og aðgerðum en meðlimir í björgunarsveitum Landsbjargar og starfsfólk þjóðgarðsins mun einnig vinna að verkefninu.

mynd_umferdar

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.