Opnun nýrrar sýningar

 

Ný sýning á Þingvöllum!

Stækkun gestastofu þjóðgarðsins á Hakinu hefur leitt af sér opnun nýrrar sýningar.

Sýningin er afrakstur samvinnu þjóðgarðsins á Þingvöllum við Gagarín, Glámu Kím og Origo.

Sýningarstjórn var í höndum Þórunn Sigríðar Þorgrímsdóttur. 
Texti var unnin af Álfheiði Ingadóttur, Bryndísi Sverrisdóttur og Torfa Stefáni Jónssyni.

Hér verður hægt að kynna sér sögu og náttúru Þingvalla bæði í textaformi og með gagnvirkum hætti.

Ókeypis verður á sýninguna frá deginum í dag til og með næstkomandi fimmtudags. 
Allir velkomnir og gaman væri að heyra frá upplifun gesta.

Opnunartími er frá 09:00-18:30.

 

syningmynd

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.