Skógarreit skilað

 

Fyrir 65 árum síðan var Árnesingafélaginu í Reykjavík úthlutað landi í Þjóðgarðinum á þingvöllum til afnota fyrir félagsmenn. Þrátt fyrir eftirgrennslan hafa engin gögn fundist um samning milli Þingvallanefndar og Árnesingafélgsinsum þessa úthlutun.

Nú er svo komið að félagar í Árnesingafélaginu í Reykjavík eru að eldast og lítil endurnýjun hefur orðið á félögum á undanförnum árum.  Fæstir þeirra vita um þetta land og enn færri vita um staðsetningu þess í Þjóðgarðinum. 

Því lagði stjórn félagsins þá tillögu fyrir aðalfund félagsins, að landi þessu yrði skilað aftur til Þjóðgarðsins án allra skuldbindinga eða endurgjalds.  Tillagan var samþykkt samhljóða.

Stjórn Árnesingafélagsins í Reykjavík kom því nú í síðustu viku og afhenti Þingvallanefnd áður úthlutað land aftur.

Einar Á. Sæmundsen þjóðgarðsvörður tók við skóginum sem er vel við hæfi enda afi hans Einar E. Sæmundsen, sem þá var skógarvörður, kom líklegast að úthlutuninni árið 1953.

Árnesingafélagið1

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.