Stígðu inn í framtíðina og ferðastu með lest á Þingvöllum!

Fyrsti áfangi er lest niður Almannagjá og verða prufudagur í dag og því ókeypis en eftir það má nálgast miða í gestastofunni.Eins verður tækifærið nýtt til að sjá hvernig farartækið tekur sig út við hamravegginn. Á meðfylgjandi mynd, frá því í morgun, má sjá lestina bruna upp Almannagjá með fyrstu gestina.

Aukinn ferðamannastraumur, og krafa um umhverfisvernd, gera lestarsamgöngur til Þingvalla mjög fýsilegar. Grafið var upp kort frá 1915 á Þjóðskjalasafninu sem sýnir fyrirhugaða leið járnbrautarlínu frá Reykjavík til Þingvalla. Þótt það hefði ekki verið sniðugt fjárhagslega núna má segja að „ferðamaðurinn“ kominn komi til bjargar enda fjöldinn nógur.

Framkvæmdin ætti ekki að taka langan tíma enda allar teikningar og mælingar til frá 1915.

Mun Þingvallalestin tengjast inn í fyrirhugað verkefni Fluglestarinnar og Borgarlínu.Þá verður jafnvel möguleiki að taka lest beint frá Keflavíkurflugvelli til Þingvalla eða eins og Runólfur Ágústsson orðaði það: „Þetta er bara rakið dæmi viðskiptalega. Beint úr flugvél, tekur gullna hringinn og svo aftur upp, allt á 10 tímum.“Framkvæmdin verður einkaframkvæmd og fjármögnuð með fargjöldum.

LestiAlmannagja

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.