Hjartastaðurinn


Sýningarsalur Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnhúsum, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar mun opna fyrir sýningu á Þingvallamyndum úr einkasafni Sverris Kristinssonar. Er þetta gert í tengslum við 100 ára fullveldis afmæli Íslands.

Hugmyndin er að velta upp áhrifum Þingvalla á myndlist þjóðarinnar og gildi þessa helgistaðar Íslendinga. Listasafnið mun standa fyrir fjölda viðburða í tengslum við þessa sýningu sem opnar föstudaginn 9. febrúar klukkan 18:00 og stendur til 15. apríl.

 

Öxarárfoss_vetur

 

 

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.