LOKAÐ FYRR Í GESTASTOFU OG ÞJÓNUSTMIÐSTÖÐ


Næstkomandi föstudag, áttunda desember, mun Þjónustumiðstöðin og Gestastofan loka klukkan 16:00. Starfsfólk þjóðgarðsins mun fara ögn fyrr af vettvangi til að kynna sér vinnu við uppsetningu á nýrri sýningu sem verður sett upp í nýrri Gestastofu á Hakinu næsta sumar.

Af sömu ástæðu munu miðstöðvarnar opna klukkan 10:00 í staðinn fyrir 09:00 daginn eftir.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.