Hjólreiðakeppni í þjóðgarðinum.

 

Næstkomandi laugardag, 27. maí, mun verður hin hina árlega Þingvallakeppni í götuhjólreiðum og hefst keppnin kl. 18.

Endamark verður staðsett rétt austan við Silfru á veginum að Vatnsvik. Hjólaður verður réttsælis hringur innan þjóðgarðsins sem leið liggur að Þjónustumiðstöðinni,austur veginn um Hrafnagjá, framhjá Gjábakka og niður að gatnamótum hjá Arnarfelli þar sem tekin er hægri beygja niður í Vatnsvik. Keppendur og aðstaðdendur munu nýta bílastæðin við Valhöll á meðan. Svo er hjólað vestur með ströndu Þingvallvatns inn að endamarki.

Nánari upplýsingar má finna á þessari slóð.

Vegna hjólreiðakeppninar hafa þjóðgarðsvörður og lögregla samþykkt að setja tímabundna einstefnu á vegakaflann frá Arnarfelli að Silfru frá austri til vesturs, þ.e. innakstur inn á þennan vegarkafla er ekki leyfður frá Silfru frá klukkan 17.50-20.00 á meðan keppni stendur.

Þessi ráðstöfun er gerð til að auka öryggi keppenda þar sem vegurinná þessum kafla er mjög þröngur og erfitt að mæta stórum rútum þegar fjöldi keppenda er orðinn jafnmikill og raun ber vitni.

hjol.jpg

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.