Björgvinsbelti sett upp innan þjóðgarðsins

 

Undanfarna daga hefur verið unnið að uppsetningu á festingum fyrir Björgvinsbeltið/björgunarlykkjur með ströndu Þingvallavatns innan þjóðgarðsins. Landsbjörg og meginstyrktaraðili þeirra Sjóvá lögðu til Björgvinsbeltin en þjóðgarðurinn hefur kostað uppsetninguna og valið þeim staði.

20170519_113104.jpg

Björgvinsbeltunum hefur verið komið fyrir á flestum áningastöðum með vatninu og við Silfru og Nikulásargjá næst þingstaðnum forna. Er það von þjóðgarðsins að búnaðurinn auki öryggi gesta við Þingvallavatn.

20170519_113830.jpg

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.