Ýmsar skemmdir vegna veðurs.

 

Nú er ljóst að veðurhamurinn síðustu daga hefur leikið innviði ferðaþjónustunnar á Þingvöllum grátt. Göngustígurinn frá Lögbergi og að Flosagjá verður að líkindum lokaður fram á vor þar sem að göngupallurinn hefur rifnað upp vegna flóða og jakaframburðar. Mikil snjókeila hefur myndast undan Drekkingarhyl sem stýrir vatni í Öxará í nýja farvegi. Þetta er þó ekki óvenjulegt og hefur gerst áður. Tvö fræðsluskilti hafa losnað og rifnað af festingum, annað á Lögbergi og hitt við Silfru. Einnig fauk hurðin í gestastofu á Haki illa upp í morgun og brotnaði rúða og því verða gestir að ganga inn að austanverðu eða Almannagjár megin. Við komum skiltum og glerjun í vinnslu sem fyrst en einsog áður sagði verður ófært um tíma yfir ála Öxarár.

DSC_5623.JPG

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.