Fimmtudagskvöld á Þingvöllum

Skarphéðinn Njálsson lifandi goðsögn

 

Guðni Ágústsson fyrrv. landbúnaðarráðherra leiðir fimmtudagskvöldgöngu í Þjóðgarðinum á Þingvöllum fimmtudaginn 7 júlí n.k. og hefst gangan upp á Hakinu kl 20,00.

gudni1 (1 of 1)-6.jpg

Guðni mun segja frá hetjunni Skarphéðni Njálssyni persónu hans og örlögum í Njálu. Karlakór Kjalnesinga mun syngja Öxar við ána við upphaf göngunnar,Álfu vorrar yngsta land á Lögbergi og Skarphéðinn í brennunni við göngulok við gafl Þingvallakirkju.

gudni1 (1 of 1)-10.jpg

Gangan tekur ca. eina og hálfa til tvær klukkustundir.  Allir eru velkomnir í gönguna og gott ef Njáll,Flosi og Skarphéðinn verða ekki með í för því Ásatrúarmenn í fullum skrúða munu leiða gönguna.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.