Lokun Flosaplans - P4

 

Frá og með 07.07.2016 verður lokað fyrir almenna umferð á bílastæði merkt P4, jafan þekkt sem Flosaplan. Stæðið verður áfram opið fyrir hreyfihamlaða til að auðvelda aðgengi þeirra að þinghelginni.

Ástæða lokunarinnar er að fylgja eftir stefnumörkun þjóðgarðsins frá 2004 sem gerð var í kjölfar tilnefningar Þingvalla á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna UNESCO. Í stefnumótuninni er lagt upp með að bílastæði verði á jöðrum viðkvæmra svæða og að þjónustan verði byggð upp á einum til tveimur svæðum í stað þess að dreifa henni með tilheyrandi álagi á náttúru staðarins. 

Vonar þjóðgarðurinn að gestir garðsins taki vel í þessa breytingu sem gerð er til að stuðla að vernd náttúru staðarins.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.