Skyndilokun á urriðaveiðum í þjóðgarðinum á Þingvöllum

 

Vegna vorkulda og síðbúinnar göngu urriða er stangveiði með beitu ekki heimil eftir 1. júníbakvid stein.jpg eins og áður var auglýst. Helstu ástæður fyrir þessari skyndilokun er sú að þessi maímánuður er sá kaldasti frá 1977 og því er allt lífríkið á eftir áætlun og því ber að bregðast við því til að vernda urriðastofninn.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað á urriðastofninum í Þingvallavatni undanfarin ár og hætt er við því að stórt skarð yrði höggið í stofninn ef beitiveiði myndi hefjast þar 1. júní.  Ekki bætir úr skák að bleikjan er einnig á eftir áætlun og varla farin að sjást í vötnun landsins þannig að álag á þjóðgarðinn með beituveiði yrði enn meira fyrir vikið þar sem veiðiálag dreifist lítið á önnur vatnasvæði.

Skyndilokun á urriðaveiði með beitu fyrir landi þjóðgarðsins á Þingvöllum gildir til 15. júní. Aðeins er heimilt að veiða með flugu og öllum urriða skal sleppt.

Þjóðgarðsvörður

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.