Nemendur Bláskógaskóla heimsækja Þingvallaurriðann

 

Nemendur úr 6-7 bekk Bláskógaskóla heimsóttu Þingvelli í dag.  Þar komust þau í návígi við urriðann sem á hverju hausti hrygnir í Öxará.  Þrátt fyrir ísskæni sem myndast hafði síðustu daga ofarlega í ánni þá sást mikill fiskur við brúnna yfir Öxará við Valhöll en þar var íslaust.

horft i anna.jpg

Urriðinn var þar í torfum og sýndi nemendunum vel hvernig hrygning fer fram en þeir hafa verið að læra slíkt í haust.  Urriðinn hrygnir í möl og straumvatni og tóku nemendur andköf þegar hrygna og hængur tóku sýnikennslu í hrygningu fyrir framan augun á þeim.

hópur á logbergi.jpg

Veðrið var gott og Þingvellir skörtuðu sínu fegursta í leiðsögninni en fræðslufulltrúi þjóðgarðsins tók á móti hópnum.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.