Bann við myndatöku neðanvatns í Öxará.

Á hverju hausti er urriðinn við hrygningu í Öxará.  Nokkuð hefur verið um að ferðamenn reyni að setja myndavélar í vatnið en af því leiðir ónæði og truflun fyrir fiskinn sem þjóðgarðurinn vill takmarka algerlega. Nægt pláss er fyrir gesti og gangandi á gönguleiðum og göngubrúm við Öxará til að fylgjast með atferli hans.  Því er rétt að árétta að ekki er heimilt að taka myndir neðanvatns af Þingvallaurriðanum í Öxará þegar hann er við hrygningu.

urridar.jpg

Þetta var ákveðið af þjóðgarðsverði og Þingvallanefnd í fyrra vegna ítrekaðra tilrauna til að taka myndir af honum.  Einnig vill þjóðgarðurinn takmarka gönguferðir með árbökkunum þar sem sést fljótlega á viðkvæmum gróðrinum.

Það er von þjóðgarðsins að gestir virði þessi tilmæli og þetta bann til að urriðinn njóti vafans en nægt pláss er fyrir gesti og gangandi á gönguleiðum og göngubrúm við Öxará til að fylgjast með atferli hans.  Skilti um slíkt verða sett upp á næstu dögum.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.