Nýjir staðir tilnefndir á heimsminjaskrá UNESCO

 

HEIMSMINJAR.jpgFyrir skömmu lauk 38. fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Doha í Qatar.  Meginverkefni fundarins hverju sinni er að vega og meta umsóknir að heimsminjaskrá. Heimsminjaráðið samþykkti 26 nýja staði á heimsminjaskrá og meðal annars urðu þau tímamót að staður númer 1000 var skráður á heimsminjaskrá sem eru Okavango árósarnir í Botswana.  Einnig var fyrsti heimsminjastaður í Myanmar samþykktur og fyrsti tilnefndi náttúrustaður í Danmörku Stevns Klint samþykktur fyrir jarðsögu.

Hér má lesa nánar um staðina sem samþykktir voru.

Íslandi ásamt fjórum öðrum ríkjum, Danmörku, Lettlandi, Noregi og Þýskaland skiluðu inn umsókn í febrúar síðastliðnum þar sem margvíslegar minjar frá tímabili víkinga eru tilnefndar á heimsminjaskrá UNESCO.  Þingvellir ásamt sex öðrum stöðum eru tilnefndir og eiga þeir sameiginlegt að þeir eru meðal mikilvægustu minja um víkingana í fræðilegu tilliti sem taldir eru hafa mikla þýðingu á heimsvísu.  

Undirbúningur að tilnefningunni hefur staðið í tæp sex  ár undir forystu mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samstarfi við yfirvöld í hinum ríkjunum.  Niðurstöðu er að vænta á fundi heimsminjaráðsins í júní 2015.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.