Þriðjudagskvöld á Þingvöllum

 

Þriðjudagskvöldið 10.júní hefst tónleikaröðin Þriðujdagskvöld í Þingvallakirkju í áttunda sinn.

Dagskrá sumarsins 2014:


10. júní:   Bára Grímsdóttir og Chris Foster. Þjóðlagadúó og skapandi snillingar.
17. júní:   Rut Ingólfsdóttir. Ein með magnaða fiðlu sína á þjóðhátíðardegi Íslendinga.
24. júní:   Diddú og Keli. Samband Mosfellinga og Þingvellinga hefur alltaf verið mikið.             Sigrún Hjálmtýsdóttir og Þorkell Jóelsson galdra fram töfrandi dagskrá.
1.   júlí:    Halfríður Ólafsdóttir, flauta, Daði Kolbeinsson, óbó, og Einar Jóhannesson, klarínett.        Þríeykið úr Blásarakvintetti Reykjavíkur leika sér saman í sólóum, dúóum og tríóum úr ýmsum áttum.
8.  júlí:     Miðaldasönghópurinn Voces Thules flytur tónlist aftan úr öldum og úr samtímanum.

Tónleikarnir hefjast kl 20.00 og standa í u.þ.b. 50 mínútur. Enginn aðgangseyrir er að þeim en frjáls framlög í tónlistarsjóð kirkjunnar að loknum tónleikum eru vel þegin.Tónleikagestir eru beðnir um að leggja bílum sínum við Flosagjá eða á Valhallarreit og ganga spottann heim að kirkju.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.