Myndband um öflun viðar í nýja brú á Þingvöllummynd1.jpgÁ heimasíðu Skógræktar ríkisins má sjá fróðlegt myndband
sem Gísli Már Árnason, fyrrverandi starfsmaður Skógræktar ríkisins á Vesturlandi, setti saman um skógarhögg og viðarvinnslu. Í myndbandinu sést þegar tré eru felld og hvernig þau eru unnin í borðvið sem nýttur var í göngubrú yfir sprunguna sem opnaðist efst í Almannagjá mars 2011.

Brúin var opnuð í júlí 2012 og líklega hafa nálægt ganga hundruðir þúsunda gesta á hverju ári  niður gjánna síðan þá. Göngubrúin var valin úr innsendum tillögum í hönnunarsamkeppni en það var Studio Grandi og Verkfræðistofan Efla
sem hönnuðu brúna.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.