Grjóthrun í Almannagjá

Á föstudagsmorgunn hrundi grjót úr hamraveggnum í Almannagjá niður á göngustíginn á Kárastaðastíg.  Gjáin er ekki lokuð en starfsmenn þjóðgarðsins girtu svæðið af en ákveðið var að láta grjótið liggja þar til sérfræðingar hefðu metið aðstæður.  Við nánari athugun kom í ljós að grjótið féll úr lítilli hæð en líklegt er að hitabreytingar hafi haft áhrif þar sem frost og þíða hafa skipst á undanfarið.

IMG_1235 copy.jpg

Ekki hafa starfsmenn þjóðgarðsins áður orðið varir við svo stór grjóthrun en það kemur fyrir að smágrjót detti á vorin þegar miklar hitabreytingar eru.  Lögreglu var tilkynnt um grjóthrunið og sérfræðingar Ofanflóðaseturs Veðurstofunnar skoðuðu aðstæður.  Grjótið verður fjarlægt á næstu dögum.

IMG_1245 copy.jpg

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.