Nýr stigi og pallur tekinn í notkun við Silfru.


Á föstudaginn var settur upp pallur og stigi úr lóninu við Silfru. Hann nýtist köfurum sem eru ljúka köfun og koma upp úr lóninu. Með pallinum verður til einn almennilegur uppgöngustaður og vonar þjóðgarðsyfirvöld  að hætt verði að fara annars staðar upp úr lóninu þar sem gróðurskemmdir eru miklar á bökkum lónsins þar sem áður var farið upp úr. 

IMGP5581 copy.jpg

Pallurinn er úr stáli og stálgrindum og galvaniseraður sem tryggir endingu og verður hann síður sleipur á veturna.  Tröppur ná niður á 1 meters dýpi þar sem er pallur sem hægt er að synda inn á og stíga á fætur.  Handrið eru til stuðnings meðan fitin og búnaður eru tekin af .   Pallurinn mun einnig minnka gruggið sem myndast hefur þegar margir kafarar eru að fóta sig og fara upp úr vatninu á klöppunum og grjótinu.  

Á þessu ári er búist við að um 10-12 þús. gestir komi og kafi og snorki í Silfru.
Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.