Google myndar á Þingvöllum


Tveir myndavélabílar á vegum Google netfyrirtækisins eru nú á Íslandi að taka myndir fyrir kortavef Google sem rekur tvær af vinsælustu kortaþjónustum á netinu, GoogleMaps og GoogleEarth.  

Bílarnir hafa verið á höfuðborgarsvæðinu og hafa lokið við að mynda götur og umhverfi en halda síðan hringinn í kringum landið.  Upp úr þaki bílsins er búnaður með 12 fullkomnar myndavélar sem geta tekið 360 gráðu víðmyndir í háskerpu. Bílstjórarnir eru einnig með göngutæki þannig að hægt er að ganga göngustíga og á svæðum þar sem bílar fara ekki um.  

googlethingvellir.jpg
Google og UNESCO hafa unnið saman síðan 2009 að mynda heimsminjastaði og hafa margir heimsminjastaðir og þjóðgarðar fengið slíka heimsókn frá Google.  Meðal annars má skoða Stonehenge í Englandi, Grand Canyon í Bandaríkjunum, Versali í Frakklandi og fjölmarga aðra staði.

googlealan.JPG
Þjóðgarðurinn gaf leyfi fyrir myndatökum á göngustígum í þinghelginni og víðar um þjóðgarðinn og hefur starfsmaður Google gengið um þinghelgina til að ná helstu göngustígum.  Myndirnar bjóða upp á marga möguleika til að kynnast Þingvöllum með stafrænni tækni en myndirnar birtast með haustinu á kortavefjum Google.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.