Kosið í Þingvallanefnd


Áður en þingfundi lauk í nótt var kosið í nefndir og stjórnir á vegum Alþingis.    Þar var k
osning sjö alþingismanna og jafnmargra varamanna í Þingvallanefnd, til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, skv. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 47/2004, um þjóðgarðinn á Þingvöllum.

Aðalmenn voru kosnir:

Birgir Ármannsson  
Sigrún Magnúsdóttir  
Unnur Brá Konráðsdóttir  
Haraldur Einarsson  
Oddný Harðardóttir  
Svandís Svavarsdóttir  
Róbert Marshall  

Varamenn:
Ásmundur Friðriksson 
Silja Dögg Gunnarsdóttir  
Elín Hirst  
Vigdís Hauksdóttir  
Valgerður Bjarnadóttir 
Steingrímur J. Sigfússon  
Björt Ólafsdóttir  

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.