Bein útsending frá þingsstörfum á eyjunni Mön.


þingvöllur.jpgÞjóðgarðurinn á Þingvöllum var meðal 8 aðila af Þingstaðaverkefninu en meginmarkmið með verkefninu er að kynna sögu þingstaða frá víkingatímanum.   Aðilar að verkefninu voru frá Skotlandi, Orkneyjum, Hjaltlandseyjum, Færeyjum, Noregi og  eyjunni Mön.

Í dag 5. júlí á eyjunni Mön í Írlandshafi eru lög sögð upp við hátíðlega athöfn á þeim stað sem heitir Tynwall á miðri eyjunni.  

Þessi dagur er mikill hátíðardagur og sendir BBC  nú beint út frá  athöfninni og hægt er að fylgjast með lögsögunni og hátíðinni hér.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.