SLEPPITÚRAR HESTAMANNA


Umferð hestamann var mikil um síðustu helgi í gegnum þjóðgarðinn enda sleppitúrar hestamanna í hámarki og voru um 400 hross í Skógarhólum ásamt fjölmörgum knöpum. Almennt gekk ágætlega hjá flestum en eitthvað er um að hestamenn fari ekki réttar reiðleiðir í gegnum þjóðgarðinn og missi frá sér hross vegna ýmissa ástæðna.

Meðal annars fundust á sunnudag nokkur hross bundin við staur í Hallviki nokkuð frá reiðleiðinni um Gjábakkastíg.  Eftir nokkra eftirgrennslan fannst eigandi þeirra en einnig voru laus hross á þjóðveginum yfir Mosfellsheiði fyrir utan þjóðgarðinn sem sloppið höfðu úr rekstri yfir Mosfellsheiði. Einnig töldu einhverjir hestamenn að eina leiðin í gegnum þjóðgarðinn væri að fara þjóðveginn sem er stórhættulegt enda umferð bíla gríðarmikil og hröð og mikið um blindbeygjur.

Hér má kynna sér nánar reiðleiðir í gegnum þjóðgarðinn og annað er varðar hestamennsku í þjóðgarðinum.

Þjóðgarður _reiðleiðir.jpg

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.