Hver eru þolmörk Þingvalla?

 

IMGP5592.jpg

Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður leiðir fyrstu fimmtudagskvöldgöngu sumarsins og ræðir um Þingvelli út frá sjónarhóli ferðamennsku og hvort og hvernig hægt er að búa Þingvelli undir aukinn ferðamannafjölda. Einnig verður rætt um Þingvallavatn og helstu áhrifavalda sem ógnað geta tærleika og gæðum þess. Farið verður frá fræðslumiðstöðinni við Hakið klukkan 20.00

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.