Slæm umgengni

 

Umgengni gesta þjóðgarðsins er æði misjöfn, hvort sem er með ströndu Þingvallavatns, á þingstaðnum forna eða með þjóðveginum í gegnum þjóðgarðinn.

gamur.jpg

Nokkuð hefur aukist að þeir sem aka í gegnum þjóðgarðinn reyni að losa sig rusl og drasl í gám á tjaldsvæðinu sem er fyrir það rusl er fellur til innan þjóðgarðsins.  Gámurinn er læstur þar sem honum er ekki ætlað að taka við rusli frá sumarhúsaeigendum í nágrenninu eða öðrum sem aka um þjóðgarðinn. Reglulega kemur fyrir að rusl er skilið eftir við gáminn þar sem fuglar himinsins komast svo í með tilheyrandi sóðaskap.Þjóðgarðurinn vill minna á að auðvelt er fyrir sumarbústaðaeigendur að koma rusli sínu í gáma á endurvinnslusvæðum Bláskógabyggðar á Laugarvatni og við Grafningsafleggjarann sunnan við þjóðgarðinn og er sá krókur líklega jafn tímafrekur einsog að aka inn á tjaldsvæðin á Þingvöllum til að losa sig við heimilissorpið.

gamur1.jpg

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.