Þingvallanefnd hefur samþykkt nýjar reglur um köfun á grundvelli 3. gr. laga nr. 47/2004 um þjóðgarðinn á Þingvöllum

Siglingastofnun Íslands hefur gefið út fyrirmæli nr. 165/2013 vegna köfunar og yfirborðsköfunar í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Markmið þeirra er að bæta öryggi með því að setja tilteknar reglur um starfsemi þeirra sem bjóða upp á ferðaþjónustu í köfun og yfirborðsköfun í þjóðgarðinum og þeirra sem kafa þar á eigin vegum.

Siglingastofnun Íslands hefur átt gott samstarf og samráð við Þingvallanefnd, ferðaþjónustufyrirtæki, Sportkafarafélag Íslands og prófanefnd kafara um setningu reglnanna og vonast stofnunin til að góð sátt geti orðið um framkvæmd þessara reglna og að þær muni leiða til bætts öryggis.

Lög og reglur um köfun

Upplýsingasíða Siglingastofnunar Íslands um köfun.

Rannsóknarnefnd sjóslysa - köfunarslys

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.