Forseti norska Stórþingsins er opinberri heimsókn til Íslands ásamt fleiri þingmönnum og fylgdarliði. Í hópnum eru 

1.       Dag Terje Andersen, forseti norska Stórþingsins
2.       Per-Kristian Foss, þingmaður hægriflokksins, 2. varaforseti Stórþingsins.
3.       Lillian Hansen, þingmaður verkamannaflokksins, á sæti í atvinnuveganefnd           Stórþingsins.
4.       Snorre Serigstad Valen, þingmaður sósíalíska vinstriflokksins, situr í utanríkis- og                              varnarmálanefnd Stórþingsins.
5.       Dag Wernø Holter, sendiherra Noregs á Íslandi.
6.       Ida Børresen, skrifstofustjóri Stórþingsins.
7.       Anne Kjersti Amundsen, yfirmaður alþjóðaskrifstofu Stórþingsins.u
8.       Dorthe Bakke, alþjóðaritari á norska Stórþinginu.
9.       Mona Mortensen Krane, ráðgjafi Stórþingsforseta.


Hópurinn við Lögberg.JPGAð lokinni heimsókn í Þjóðminjasafnið fimmtudaginn 21. febrúar ók hópurinn til Þingvalla þar sem Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tók á móti gestunum. Eftir stutta dvöl í Fræðslumiðstöð á Hakinu var gengið á barm Almannagjár og þaðan um gjána að Lögbergi og lauk gönuferðinni við Flosajá. Margt bar á góma í þessari heimsókn m.a. tengsl fyrstu lagasetningar á Þingvöllum við norsku löggjöfina á tíundu öld og síðan um aldir.

Sérstaklega var fjallað um þingstaðaverkefnið en vinnu við það er nýlokið með útgáfu glæsilegs efnis á netinu og bók sem fæst á Þingvöllum. Meginmarkmið þingstaðaverkefnisins erað kynna sögu þingstaða frá víkingatímanum. Aðilar að verkefninu eru frá Skotlandi, Orkneyjum, Hjaltlandseyjum, Færeyjum, Noregi og eyjunni Mön. Verkefnið byggir á þeim þingstöðum sem kunnir eru frá víkingatímanum og eru dreifðir um þau landssvæði sem víkingar námu og byggðu.

Enn fremur var greint frá samvinnu Norðurlandanna o.fl. um menningu þjóðanna á víkingaöld en nú er unnið að því að þær menningarminjar komist á heimsminjaskrá Unesco.


Eins og sjá má á myndum rigndi töluvert á hópinn í þessu vorveðri sem var á Þingvöllum þennan dag.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.