Nemendur á Þingvöllum

Undanfarnar vikur hafa fjölmargir skólahópar komið tilÞingvalla og fengið leiðsögn. Í leiðsögninni er farið yfir helstu atriði sögu og náttúru Þingvalla og örnefni og kennileiti skýrð.

Í síðustu viku komu síðustu skólahóparnir en starfi lauk í flestum skólum í vikunni sem leið.

Flestir skólahópar koma á vorin en nokkuð er um heimsóknir að hausti.  Hóparnir eru á öllum aldri frá leikskólahópum til elstu bekkja grunnskólans.  Móttökurnar eru um klst að lengd og er skólum að kostnaðarlausu.

skolahopur.JPG

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.