Dr. phil. Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus, hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta.

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannhöfn í gær, á sumardaginn fyrsta, 19. apríl2012. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar hefur umsjón með hátíðinni með fulltingi forseta Alþingis og forsætisnefndar.

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Alþingi veitir verðlaunin í minningu starfa Jóns forseta í þágu Íslands og Íslendinga.
Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2012 hlýtur dr. phil. Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus. Hann hefur með framúrskarandi fræðistörfum á sviði vatnalíffræði í Danmörku og á Íslandi lagt fram mikilvægan skerf til að styrkja vísindasamstarf þjóðanna. Jafnframt var Pétur um árabil í forustu Hins íslenska fræðafélags í Kaupmannahöfn sem stóð að merkum útgáfum í forsetatíð hans. Fyrir það hlýtur hann Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2012.

Verðlaunin hafa áður hlotið:jonshus_19_aprilminni.jpg
2011: Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.

2010: Søren Langvad byggingarverkfræðingur.2009: Erik Skyum-Nielsen bókmenntafræðingur.

2008: Guðjón Friðriksson sagnfræðingur.

Pétur er tilnefndur til norrænu umhverfisverðlaunanna sem afhent verða á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í haust. Hann er þar í hópi 11 tilefndra norrænna einstaklinga og félagasamtaka sem þykja hafa lagt lóð á vogarskálar þess að fræða um og vernda líffræðilega fjölbreytni.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.