Málþing í Norræna húsinu um sögu samkeppna á vegum Arkitektafélags Íslands

Arkitektasamkeppni var fyrst haldin hér á landi fyrir réttum 85 árum og síðan þá hafa verið haldnar hátt á annað hundrað opnar samkeppnir.Það kemur kannski ekki á óvart að Þingvellir voru fyrsta umfjöllunarefnið þegar fyrstu hugmyndir um samkeppni komu fram árið 1920.

Um þessar mundir eru liðin u.þ.b. 40 ár síðan niðurstaða lá fyrir í stórri hugmyndasamkeppni um skipulag Þingvalla, sem boðin var út í tilefni af því að tveim árum seinna, árið 1974, var haldið veglega upp á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar.

Í tilefni af þessum tímamótum heldur Arkitektafélag Íslands málþing í Norræna húsinu laugardaginn 25.febrúar þar sem fjallað verður um áhrif byggingarlistar á samfélagið. Að loknu málþinginu verður opnuð sýning um ýmsar samkeppnir sem haldnar hafa verið á vegum félagsins.Meðal annars er fjallað ítarlega um hugmynda-samkeppnina frá 1972 um framtíðarnýtingu Þingvallasvæðisins.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.