Nýr Öxarárfoss

Í hlýindum og leysingum helgarinnar varð til nýr Öxarárfoss. Klakastífla myndaðist rétt neðanfoss1.jpg við brúna á Öxará á þjóðvegi 36 sem gerði það að verkum að leysingavatn leitaði norður með veginum og féll svo niður í Stekkjargjá.

Töluvert vatn rennur um þennan tímabundna farveg og fellur tignarlega um 10 metra niður í afgjá tæpa 300 metra norðan við Öxarárfoss. Vatnið rennur inn í Stekkjargjá og fellur niður með göngustíg sunnan við Furulundinn og breiðir úr sér yfir Efrivelli.Vellirnir voru umflotnir vatni í gær og erfitt fyrirferðamenn að fara um. Vatn hefur sjatnað nokkuð en þó er mikið vatn á Efrivöllum fyrir neðan Furulundinn.

Um tíma steyptist leysingavatnið niður á vellina norðan megin við Furulundinn sem er frekar óvenjulegt.Meðan klaki er í jörðu og klakastíflan heldur við má búast við að vatnið leiti í þennan farveg.

Til að sjá fossinn þarf að leggja á bílastæðinu við Langastíg og ganga inn fyrir girðingu og suður með gjárbarminum um 700 metra.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.