Grímur geitskór og upphaf Alþingis

Um frásögn Íslendingabókar afsendiför Gríms geitskós og stofnun allsherjarþings á Þingvöllum við Öxará


Marteinn H. Sigurðsson doktor í norrænum fræðum flytur fyrirlestur á Þingvöllum laugardaginn 30. ágúst kl. 14.00


Í öðrum kafla Íslendingabókar Ara fróða Þorgilssonar frá því um 1130 segir frá því er Úlfljótur, maður „austrænn“, kom með lög til Íslands frá Noregi kringum árið 930 þegar þjóðþing skyldi fyrst háð hér á landi. Í framhaldi af því stendur: „En svá er sagt, að Grímur geitskór væri fóstbróðir hans, sá er kannaði Ísland allt að ráði hans áður alþingi væri átt. En honum fékk hverr maður pening til á landi hér, en hann gaf fé það síðan til hofa.“

Í fyrirlestrinum verður reynt að varpa nýju ljósi á Grím geitskó og hugmyndir um hlutverk hans þegar alþingi Íslendinga var fundinn staður þar sem nú heitir Þingvellir við Öxará. Í því sambandi verður meðal annars fjallað um bardagann mikla sem braust út á þinginu eftir Njálsbrennu um árið 1011 samkvæmt annálum og Njáls sögu.

Marteinn H. Sigurðsson er M.Phil. í miðaldasögu frá háskólanum í St. Andrews á Skotlandi og doktor í norrænum fræðum frá háskólanum í  Cambridge á Englandi.
Fyrirlesturinn verður í gestastofunni á Hakinu (Almannagjárbarmi) á Þingvöllum.  Allir velkomnir

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.