Fimmtudagskvöld á Þingvöllum

 

Þingvellir og pólitísk mótmæli á 20. öld


Um aldamótin 1900 öðluðust Þingvellir sérstakan sess í hugum landsmanna sem vettvangur funda á hátíðlegum stundum og samþykktir sem gerðar voru þar öðluðust aukið gildi. En sú staða kallaði líka á andóf og mótmæli. Saga pólitískra deilna á og við Þingvelli verður könnuð.  Umsjón hefur Stefán Pálsson sagnfræðingur

Gönguferðirnar hefjast alltaf við gestastofuna á Hakinu kl.20.00 á fimmtudagskvöldum og eru allir velkomnir.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.