Fimmtudagskvöld á Þingvöllum


Landverðir á Þingvöllum.

Í tilefni alþjóðadags landvarða þann 31.júlí verður síðasta fimmtudagskvöldganga sumarsins tileinkuð starfi landvarða í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum. Fjallað verður um sýn landvarða á þjóðgarðinn og nánasta umhverfi hans og hlutverk þeirra í þjóðgörðum. Torfi Jónsson landvörður til margra ára á Þingvöllum og Eva Dögg Einarsdóttir landvörður munu leiða gönguferðina.

Gangan mun hefjast klukkan 20:00 á Hakinu og eru allir velkomnir

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.