IMGP9811 copy.jpgLaugardaginn 12. október næstkomandi mun Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum ehf. fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um atferli stórurriðans í Öxará. Gönguferðin hefst klukkan 13:30 á bílastæðinu þar sem Valhöll stóð.

Fjallað verður um virkni fiskteljarans sem er þar undir brúnni, síðan er gengið með ánni upp undir Drekkingarhyl þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra.

Að lokinni sýningu í Öxará verður farið í Fræðslumiðstöðina við Hakið þar sem Jóhannes flytur erindi um Þingvallaurriðann með tilheyrandi myndasýningu.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.