Þriðjudagskvöld á Þingvallakirkju


Fjórðu tónleikar tónlistarhátíðarinnar " Þriðjudagskvöld í Þingvallasveit " verða haldnir n.k. þriðjudag þ. 2. júlí. 

Þá leikur listir sínar Tríó Vei, þau Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, Valgerður Andrésdóttir píanóleikari sem þenur orgelharmóníum kirkjunnar og Einar Jóhannesson klarínettuleikari og stjórnandi hátíðarinnar.

Tríóið byrjar efnisskrá sína á ítölskum veraldlegum söngvum og trúalegum Ave Maríum og snýr sér svo að íslenskum söngperlum eftir Sigvalda Kaldalóns, Tryggva M Baldvinsson og fleiri snillinga.

Aðgangur er ókeypis en tekið við framlögum við kirkjudyr.Tónleikagestir eru að venju beðnir um að leggja bílum sínum við Flosagjá og ganga til kirkju.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.