Þriðjudagkvöld í Þingvallakirkju

Fimmtu og síðustu tónleikar sumarsins á tónlistarhátíðinni " Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju "verða haldnir 9. júlí n.k kl. 20.

Þar koma fram tveir glæsilegir fulltrúar yngri kynslóðarinnar, þeir Páll Palomares fiðluleikari og Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari. Þeir félagar kalla sig Duo Weinberg og verða með fjölbreytta efnisskrá í boði. Heyra má verk eftir Paganini, Ravel, Bartok, de Falla og tangótóna  Astor Piazzolla.

Ókeypis er að venju á tónleikana en tekið við framlögum við kirkjudyr.Tónleikagestir eru beðnir um að leggja bílum sínum við Flosagjá og ganga til kirkju.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.