Fimmtudagskvöld á Þingvöllum -

Orð og morð skálda á Þingvöllum.

 

Í fimmtudagskvöldgöngu 11.júlí mun Þórarinn Eldjárn rithöfundur leiða léttbókmenntalega yfirferð og glæparannsókn sem endar á Þorleifshaugi þar sem liggur skáld.  

Haustið 2012 kom út bók Þórarins Hér liggur skáld en þar segir af Þorleifi Jarlaskáldi, ættingjum hans í Svarfaðardal og átökum höfðingjanna í dalnum, grimmd og drápum, kyngimögnuðum hefndarkveðskap og ómennsku vígi á Þingvöllum.  

Í gönguferðinni rifjar Þórarinn upp ýmis bókmenntaverk sem tengjast Þingvöllum frá fornritum til hátíðarljóða, skáldrita Halldórs Laxness til sagna af yfirskilvitlegum atburðum á liðinni öld sem tengjast Þorleifshaugi og sögunni af smalanum sem þar lagðist til svefns.   

Gönguferðin hefst að venju við fræðslumiðstöðina klukkan 20.00 og eru allir velkomnir.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.