Fimmtudagskvöld á Þingvöllum -

 

Logberg2Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld og allsherjargoði fjallar um Lögberg og rifjar upp helstu hugmyndir um staðsetningu þess í síðustu fimmtudagskvöldgöngu sumarsins 25.júlí.  
Skiptar skoðanir hafa verið um staðsetningu Lögbergs frá því að fyrstu rannsóknir hófust á Þingvöllum um miðja nítjándu öld. Hilmar Örn hefur kynnt sér sögu þjóðveldisins og staðhætti Þingvalla og fer á þá staði þar sem hugmyndir hafa verið um Lögberg.  

Gönguferðin hefst klukkan 20.00 við fræðslumiðstöðina og eru allir velkomnir.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.