Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju

Miðaldasönghópurinn Voces Thules kemur fram á 3. tónleikum tónlistarhátíðarinnar " Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju " n.k. þriðjudagskvöld 25. júní kl. 20.00

Á dagskránni verða m.a. söngvar úr Þorlákstíðum, Draumkvæði úr Sturlungu, Vikivakar og heiðnir söngvar. Daginn eftir halda þeir félagar til Haarlem í Hollandi og koma fram á alþjóðlegu tónlistarhátíðinni Koorbiënnale og flytja þar efni úr tónlistararfi Íslendinga.

Ókeypis aðgangur er að tónleikunum í Þingvallakirkju en frjáls framlög við kirkjudyr. Tónleikagestir eru beðnir um að leggja bílum sínum við Flosagjá og ganga til kirkju.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.