"Rómantískar minningar af fornum minjum og fornsögum"


Almannagja.jpgÍ fimmtudagskvöldgöngu 13.júní mun Vala Björg Garðarsdóttir fornleifafræðingur ræða um Þingvelli þar sem rannsóknarsagan verður miðpunktur umræðunnar. En um leið verða sagnir og sögur um Þingvelli í fortíð og nútíð skoðaðar í ljósi tíðarandans.

Vala Björg Garðarsdóttir er fornleifafræðingur og hefur stundað rannsóknir víða um land.  Hún er höfundur hinna vinsælu sjónvarpsþátta Ferðalok sem sýnir voru í sjónvarpi í vetur og fjölluðu um Íslendingasögur og fornleifafræði.

Gönguferðin hefst að venju við fræðslumiðstöðina klukkan 20.00 og eru allir velkomnir.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.