Hrynþursahark í Þingvallakirkju

 

Þriðjudaginn 18. júní verða aðrir tónleikarnir í röðinni " Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju " haldnir.  

Þá munu þeir Peter Tompkins óbó, Rúnar Vilbergsson fagott og Einar Jóhannesson klarínett leika tónlist fyrir tréblásara. Leikin verða ljúf tríó eftir Mozart og Ibert auk sjaldheyrðs verks eftir Egil Ólafsson sem höfundur gefur heitið " Lásasmiðurinn " og er í stíl hrynþursaharks.

Þá verður haldið upp á aldarminningu Benjamins Britten, höfuðtónskálds Breta á síðustu öld, með flutningi á einleiksverkinu " Sex ummyndanir eftir Ovid " fyrir óbó. 

Franska tónskáldið Poulenc  á svo glettið dúó á tónleikunum sem hefjast kl 20. Aðgangur er ókeypis að venju en tekið við frjálsum framlögum við kirkjudyr.

Gestir eru beðnir um að leggja bílum sínum við Flosagjá og ganga til kirkju.

Um Þjóðgarðinn
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.
Þingstaðaverkefnið
Þingstaðaverkefnið samstarfsverkefni 8 aðila sem miðar af því að draga fram sögu fornra þingstaða.
Heimsminjaskrá
Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjaráðsins sem haldinn var í Suzhou í Kína.
Þjónusta
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður 1930. Í dag eru Þingvellir einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en um 500.000 gestir heimsækja Þingvelli árlega.